6.9.2007 | 13:32
Buff flytur Paul McCartney. (Ekki hann, bara tónlist hans.)
Sælar konur og sælir menn.
Nú ætlum við meðlimir hljómsveitarinnar Buff að halda tónleika til heiðurs Paul McCartney en aðallega af því að okkur langar svo voðalega að spila mörg af lögunum hans. Þetta fer fram í Austurbæ við Snorrabraut fimmtudaginn 13.september næstkomandi. Það verða tvennir tónleikar og hefjast þeir fyrri klukkan 20:00 en þeir seinni kl.22:30.
Það er hægt að fá miða á midi.is og í Austurbæ og kostar 3.900 krónur inn og ekkert út.
Við verðum með gestasöngvarana Matta Matt, Ragnar Sólberg og Magna, allt góðir vinir okkar. Svo er einnig með í för The Reykjavik Session Quartet sem er strengjasveit undir forystu Dr. Roland Hartwell. Halli Dead Sea Apple maður spilar líka með okkur og er búinn að útsetja strengina fyrir strengjahljóðfærin.
Ég held ég sé ekki að gleyma neinu þannig að þið megið ekki gleyma að festa kaup á miða á viðburð þennan því við Buffararnir eigum allir börn sem þurfa að fá rauðvín.
Lag dagsins er House of Wax af nýjustu plötu kappans Memory almost full.
Um bloggið
Pétur Örn Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hoppaðu
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:12
Æi, ég skal hætta þessu
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:14
Ykkur mundi þó ekki vanta örvhentan bassaleikara sem að einnig lærði í skóla hans í Liverpool ? hehe
Ingi B. Ingason, 7.9.2007 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.